Eyjamaðurinn Stefán Þór Steindórsson samdi á dögunum nýjan texta við lagið Húfan. Lagið samdi hann eftir flóð frétta af flótta Matthíasar Mána Erlingssonar úr Litla Hrauni en textinn er bráðfyndinn. „Ég hef ekki heyrt hvort Matthíasi líki við lagið. Mér datt í hug að biðja Bubba Morthens að taka þetta á Aðfangadag á árlegum tónleikum hans á Litla Hrauni. En vonandi hefur Matthías gaman af þessu. Ef ekki, þá vona ég bara að girðingarnar haldin honum héðan í frá,“ sagði Stefán í samtali við Eyjafréttir.is. Hægt er að hlusta á lagið hér að neðan.