Eins og alþjóð veit, mun ÍBV mæta B-liði ÍBV í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar 21. desember næstkomandi. B-liðið undirbýr sig af kappi fyrir leikinn en búast má við fjölmenni á leiknum, enda aðdáendur B-liðsins fjölmargir. Auglýsingastjórar liðsins hafa nú útbúið stutta auglýsingu fyrir leikinn og spurja, Hvar verður þú 21. desember? Auglýsinguna má sjá hér að neðan.