„Í sumar eru eins og flestum er kunnugt 50 ár frá lokum Heimaeyjargossins. Á hverju ári er haldin goslokahátíð að því tilefni og verður þar engin undantekning í ár nema að þessu sinni verður hátíðin viðburðameiri,“ segir í síðustu fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs sem leggur til að efnt verði til umhverfis- og hreinsunarátaks meðal íbúa og fyrirtækja að því markmiði að snyrta og fegra bæinn og sitt nærumhverfi fyrir þessi stóru tímamót.
Ráðið hvetur íbúa og fyrirtæki til að snyrta lóðir sínar, fasteignir og nærliggjandi umhverfi.
Einnig felur ráðið umhverfisfulltrúa að hafa samband við fyrirtæki sem selja garðáhöld, byggingar- og málningarvörur varðandi að veita afslætti og skapa þannig hvata fyrir íbúa til þátttöku.
Orð í tíma tölu því þó umgengni sé yfirleitt góð á Heimaey er á nokkrum stöðum pottur brotinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst