Hvert er þitt Suðurland?
6. nóvember, 2013
Hvert er þitt Suðurland?, er samstarfsverkefni Markaðsstofu Suðurlands og WOWair þar sem framhaldsskólanemar á Suðurlandi eru hvattir til að taka myndir af Suðurlandi eins og það birtist þeim. Um er að ræða leik þar sem nemendur taka ljósmyndir af umhverfi sínu og sýna með hvaða augum þau sjá Suðurland í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Myndaleikurinn hefur fengið yfirskriftna Hvert er þitt Suðurland? og eru leikreglur afar einfaldar.
�?eir sem vilja taka þátt gera það sér að kostnaðarlausu. �?eir þurfa aðeins að gerast fylgjendur Markaðsstofu Suðurlands á Instagram (@SouthIceland), taka myndir af því sem þeir telja sitt Suðurland og merkja myndina #WWSOUTH.
Leikurinn er þegar byrjaður og stendur til 10. janúar 2014 og stuttu síðar verður besta myndin valin. Sigurvegarinn hlýtur flugmiða í boði WOWair, þannig það er til mikils að vinna.
Myndir leiksins má sjá inn á vefsíðunni WinterWonderland.is/instagr/.
�?átttakendur skulu leyfa hugmyndafluginu að ráða og sýna sitt Suðurland.
Nánari upplýsingar veita:
Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands,
Guðmundur Fannar Vigfússon, Verkefnisstjóri Suðurland allt árið
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst