Enn er Landeyjahöfn aðeins draumsýn. Engin ferð þangað í rúma 4 mánuði í vetur. Að vísu siglir Herjólfur þangað þessa dagana. En hvenær dags skipið fer ræðst af sjávarföllum, síðasta ferð Herjólfs frá Landeyjahöfn í dag er kl. 15.30. Fleiri ferðir verða ekki farnar þennan daginn. Dýpkunarskipið Skandia liggur biluð í Vestmannaeyjahöfn og hefur svo verið undanfarna daga. Það er því allt í óvissu með siglingar Herjólfs, hvert hann siglir, hvenær hann siglir og hvort hann siglir.