Í háhraða 4G sambandi milli lands og Eyja
23. október, 2014
Nýr langdrægur 4G háhraðasendir var á dögunum gangsettur á Klifinu í Vestmannaeyjum. Er hann kærkomin viðbót við fyrri 4G sendi Vodafone sem gangsettur var á Hánni síðastliðið sumar. Með nýja sendinum kemst hafsvæðið á milli lands og Eyja í háhraða netsamband, þ.á.m. siglingaleið Herjólfs. Nú er því hægt að vafra um á netinu, um borð í Herjólfi á milli Landeyjarhafnar og Eyja, og það á blússandi ferð.
Flutningshraði 4G tengingar er sem kunnugt er umtalsvert meiri en 3G og jafnast á við góða heimanettengingu. Með slíkri tengingu má sem dæmi með auðveldum hætti fylgjast með sjónvarpsútsendingum á spjaldtölvum eða í snjallsímanum, fylgjast með fréttum eða streyma tónlist og myndefni greiðlega. Allt sem þarf er 4G sími eða netbúnaður sem getur tengt eitt eða fleiri tæki við 4G netið.
3G sendir til bættist einnig við í Vestmannaeyjum á dögunum. Er sá einnig staðsettur á Klifinu og styrkir samband jafnt til sjós og lands verulega.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst