Í kirkjukór í hálfa öld
7. júní, 2007

Benedikt var í undirbúnings- og byggingarnefnd �?orlákskirkju og gegndi þar starfi ritara og lagði verkefninu mikið og gott lið. Nefndin var stofnuð 1975 og kirkjan vígð áratug síðar. �?á tók Benedikt að sér starf safnaðarfulltrúa og gegndi því fram á síðasta ár. Safnaðarfulltrúi kemur fram fyrir hönd kirkjunnar á Hérðasfundum prófastsdæmisins og við margvísleg önnur tækifæri. Á héraðsfundum var Benedikt ritari og spannar tími hans prófaststíð Séra Tómasar Guðmundssonar, séra Guðmundar �?la �?lasonar og það sem af er prófaststíð séra �?lfars Guðmundssonar.

Árið 1999 var Benedikt kosinn í sóknarnefndina og sat þar þar til í vor að hann gaf ekki kost á sér áfram.

�?essu til viðbótar má geta þess að Benedikt Thorarenssen hefur sungið í kirkjukór í hálfa öld og er ekki hættur og geri aðrir betur. Hann söng með Söngfélagi �?orlákshafnar frá upphafi þess og var fyrsti formaður Söngfélagsins og þegar kirkjukór �?orlákskirkju var stofnaður var Benedikt meðal stofnfélalaga og hefur sungið þar síðan.

�?gir Hafberg sóknarnefndarmaður þakkaði Benedikt fyrir langt og giftudrjúgt starf hans að málefnum kirkjunnar, hann hefði verið samstarfsfólki sínu góður félagi og leiðbeinandi og framlag hans til kirkjunnar væri mikið og gott. Margar góðar hugmyndir væru runnar undan rifjum Benedikts. �?akkaði hann ánægjuleg kynni.

Sem þakklætisvott færði sóknarnefndin Benedikt að gjöf glerlíkan að �?orlákskirkju sem unnið er af Helgu Guðmundsdóttur á Selfossi.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst