�??Á föstudaginn á goslokunum kl. 18.00 verð ég með viðburð í Eldheimum, Spjallstund með Guðrúnu Erlingsdóttur �?? �??Samtal kynslóða �?? upplifun af gosinu�??. �?etta tekur u.þ.b klukkustund. �?g fæ til mín í spjall mæðgurnar Ester Kristjánsdóttur sem var á 29 aldursári þegar gaus og dóttur hennar Hafdísi Sigurðardóttur sem var þá á 11 ári. Líka mæðginin Sjöfn Kolbrúnu Benónýsdóttur sem var 36 ára í gosinu og son hennar Grím �?ór Gíslason sem var níu ára,�?? segir Guðrún Erlingsdóttir, Eyjakona og nú blaðamaður sem ætlar að rifja upp gosið með þessum hætti.
�??Við munum spjalla um gosnóttina, flóttann upp á land, veruna á fastalandinu gosmánuðina og aðstöðuna þar, ferðina til Noregs og heimkomuna. Eftir að ég skrifaði BA ritgerð um ferð Vestmannaeyjabarna til Noregs fyrir tveimur árum hef ég fundið mikla þörf hjá fólki sem bjó í Eyjum þegar gosið hófst að ræða ýmis mál tengd því. Sérstaklega það sem snýr að líðan og upplifun í gosinu og eftir það.
�?að virðist einnig vera þörf á því að kynslóðirnar tali saman. �?g kláraði í síðustu viku útvarpsþátt sem fluttur verður 20. janúar n.k. á R�?V þar sem ég ræddi við mæðgurnar Maríu Vilhjálmsdóttur og Kristrúnu Arnarsdóttur, það var fróðlegt spjall við þær mæðgur,�?? segir Guðrún.
Hún segir að tíminn sé að hlaupa frá okkur, börn og unglingar í gosinu séu nú fimmtug og eldri og foreldrarnir flestir komnir yfir 70 ára aldur. �??Við megum ekki týna sögunni, þessari einstöku sögu um eldgos í miðri byggð. Sem betur fer eru margar sögur komnar á blað en betur má ef duga skal.
�?að er mín reynsla að margir upplifðu sama hlutinn á sitt hvorn háttinn og margt sem gerðist á gostímanum hefur ekki verið rætt milli foreldra og barna, systkina eða jafnvel milli hjóna.�??
Sjálf segist Guðrún hafa áhuga á að ná til kvenna sem stóðu oftar en ekki einar með nokkur börn og margar hverjar ófrískar, húsnæðislausar og eiginmennirnir á sjó eða við björgunarstörf í Eyjum. �??Hvernig fóru þessar konur að því að búa börnum sínum heimili, hvernig leið þeim og börnunum og hvernig voru aðstæður þeirra? Vissulega voru ekki allir eiginmenn og feður í Eyjum en í mínum huga hefur hetjudáð mæðranna ekki hlotið verðskuldaða umfjöllun sem og líðan barna gosárið 1973, það er ástæða þess að ég fer af stað með þetta verkefni. Auk þess sem ég hef áhuga á að skrifa meistaraprófsverkefnið mitt eftir áramót um málefni tengd gosinu með áherslu á aðstæður og líðan íbúanna.
Viðburðurinn er að sjálfsögðu öllum opinn og hver veit hvort framhald verið á ef vel tekst til,�?? segir Guðrún að endingu.
Guðrún er MA nemi í blaða- og fréttamennsku og starfar nú sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Með námi hefur hún tekið viðtöl fyrir Eyjafréttir, nú síðast við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra í Reykjavík sem birtist í síðustu viku. Viðtöl Guðrúnar hafa vakið verðskuldaða athygli og vonandi verður framhald þar á.