Breki VE kom til heimahafnar í morgun eftir tæplega tveggja vikna bræluúthald á Vestfjarðamiðum, en millilandað var í Hafnarfirði í síðustu viku. Í myndbandsviðtali á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir Magnús Ríkarðsson, skipstjóri að það hafi gengið fínt en veðrið hafi verið afleitt. „Með því verra sem maður lendir í,” segir hann m.a.
Halldór B. Halldórsson ræddi við Magnús um veiðiferðina vestur og má hlýða á allt viðtalið hér neðar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst