Í kvöld var sumarlokahóf ÍBV-íþróttafélags en þar fagna félagsmenn sumarlokum. Hápunktur kvöldsins er að sjálfsögðu verðlaunaafhendingin en þar var Ian Jeffs valinn besti leikmaður liðsins en Jeffs kom til ÍBV um mitt sumar og frískaði heldur betur upp á leik liðsins. Þá fengu þau Arnór Eyvar Ólafsson og Hafdís Guðnadóttir Fréttabikarana sem eru veittir þeim ungu iðkendum sem eiga framtíðina fyrir sér að mati vikublaðsins Frétta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst