Vestmannaeyjabær ákvað á fundi sínum 6. maí sl. að leita til bæjarbúa með stórt skipulagsmál. Spurt verður hvort bæjarbúar vilji að Vestmannaeyjabæ veiti heimild fyrir byggingu 120 herbergja hóteli á lóð í Hásteinsgryfju. Mig langar til að lýsa mikilli ánægju minni með það að Vestmannaeyjabær standi fyrir íbúakönnun um þetta mál og vona að tónninn sé nú sleginn um að þannig verði málum háttað í auknum mæli í framtíðinni. Markvisst samráð við íbúa stuðlar að betri ákvörðunum og meiri sátt.