ÍBV á fjögur lið í 16-liða úrslitum Coca-cola bikarsins
31. október, 2015
Fyrir skömmu var dregið í 16-liða úrslitum Coca-cola bikarsins í karla- og kvennaflokki þar sem ÍBV átti tvö lið í hvorum flokki.
Bikarmeistarar ÍBV drógust gegn 1. deildar liði HK þar sem liðið er í sjötta sæti deildarinnar. ÍBV B dróst gegn toppliði Olís deildar karla, Val.
Í kvennaflokki verður Stjarnan andstæðingur ÍBV en þær eru í sjöunda sæti Olís deildarinnar. ÍBV B mætir ÍR en þær eru í næst neðsta sæti deildarinnar.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst