ÍBV B úr leik í bikarnum
22. janúar, 2016
Stelpurnar í ÍBV B mættu ÍR í 16-liða úrslitum í Coca-cola bikarkeppni kvenna í kvöld þar sem ÍR-ingar höfðu betur 22-36. ÍR-ingar byrjuðu betur og komust þær í 1-5 á upphafsmínútunum og settu tóninn. Um miðbik fyrri hálfleiks hrukku þó Eyjastelpur í gang og náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 6-8. ÍR-ingar gáfu þá í og náðu fimm marka forskoti. Eyjastelpur voru mjög óheppnar í fyrri hálfleik og áttu þónokkur stangaskot. Í hálfleik var staðan 12-17.
ÍR-ingar héldu áfram að bæra við forskotið en sjö mörkum munaði orðið á liðunum. Eyjastelpur komu vel til baka og gátu minnkað muninn niður í þrjú mörk þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður en þá settu ÍR-ingar í lás og náðu sjö marka marka forskoti á nýjan leik og eftir það var aðeins formsatriði fyrir ÍR að klára leikinn. �?að var virkilega gaman að sjá kunnugleg andlit á handboltavellinum á nýjan leik, stelpurnar gáfust ekki upp og virtust þær skemmta sér konunglega.
Hrafnhildur �?sk Skúladóttir og Ingibjörg Jónsdóttir, þjálfarar ÍBV spiluðu báðar í kvöld og fengu því líklega ágæta tilfinningu fyrir leik ÍR-inga en lið þeirra mætir einmitt ÍR á morgun klukkan 13:30.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Sóley Haraldsdóttir 6, �?órsteina Sigurbjörnsdóttir 4, Andrea Atladóttir 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Bryndís Jónsdóttir 1, Ingibjörg Jónsdóttir 1, Guðný �?sk Guðmundsdóttir 1, Hrafnhildur �?sk Skúladóttir 1, Hildur Sólveig Sigurðardóttir 1, Aníta Elíasdóttir 1 og Sandra Gísladóttir 1.
Tinna Tómasdóttir varði 14 skot í margi ÍBV og þar af tvö víti.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst