ÍBV varð bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 3:2-sigur gegn Stjörnunni eftir framlengdan leik á Laugardalsvellinum í dag.
�?að voru Cloé Lacasse, Kristín Erna Sigurlásdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir sem skoruðu mörk ÍBV í leiknum, en Agla María Albertsdóttir og Harpa �?orsteinsdóttir skoruðu mörk Stjörnunnar. Leikurinn fór í framlengingu en staðan eftir venjulegan leiktíma var 2:2. ÍBV fékk vítaspyrnu í miðjum seinni hluta framlengingarinnar og Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnunni.
�?etta er í annað skipti sem kvennalið ÍBV verður bikarmeistari, en liðið bar síðast sigur úr býtum í bikarkeppninni árið 2004.