�?að verður sannkallaður ÍBV dagur á morgun, sunnudaginn 1.maí, því báðir meistaraflokkar karla (handbolta og fótbolta) leika gríðarlega mikilvæga leiki á morgun. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á leik ÍBV og Hauka í úrslitum handboltans og hvetjum einnig til allra að mæta strax á Hásteinsvöll og hvetja ÍBV liðið til sigurs gegn ÍA. �?að verður boðið uppá grillaðar pylsur fyrir handboltaleikinn og í hálfleik ÍBV og ÍA verður boðið uppá pizzur frá 900 grillhúsi. Sem sagt næg orka til að styðja sitt lið.
Í tilefni þessa ÍBV dags, bjóða eftirtalin fyrirtæki Eyjamönnum og gestum á þennan fyrsta leik liðsins á keppnistímabilinu, gegn ÍA á morgun. ÍBV þakkar þessum fyrirtækjum fyrir veittan stuðning: Vélaverkstæðið �?ór, Eyjablikk, �?s �?? �?órunn Sveinssdóttir VE 400, Geisli, Skipalyftan, VSV, Glófaxi VE 300, Bergur VE 44, Godthaab og Bylgjan VE 75.
Áfram ÍBV alltaf, alls staðar.