Karlalið ÍBV endaði í neðsta sæti N1 deildarinnar en þrátt fyrir að vera löngu fallið, skýrðist það ekki fyrr en í dag hvort liðið endaði í neðsta eða næst neðsta sæti. Þrátt fyrir ágætis gengi á lokakafla Íslandsmótsins tókst Eyjamönnum ekki að komast upp úr neðsta sætinu, þar sem liðið hefur setið sem fastast. Í dag tapaði ÍBV fyrir Akureyri 42:33 en það var jafnframt síðasti leikur liðanna í vetur. ÍBV og Afturelding falla úr efstu deild og leika því í 1. deild næsta vetur en bæði lið komust upp veturinn á undan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst