„Ég veit ekki hvað er hægt að segja, vá hvað þetta er gaman. Þessi liðsheild og mótlæti eftir mótlæti og mæta hérna með þennan stuðning. Vá hvað þetta er gaman!“ segir Hrafnhildur Hanna, ÍBV sigurreif að leik loknum í samtali við mbl.is eftir sigur á Val í bikarúrslitunum 31:29.
Hrafnhildur Hanna var fremst meðal jafningja, skoraði tólf mörk, Birna Berg Haraldsdóttir sjö, Sunna Jónsdóttir sex, Elísa Elíasdóttir fjögur og Harpa Valey Gylfadóttir tvö.
Marta Wawrzynkowska, sem fékk rautt í miðjum fyrri hálfleik??????? varði þrjú skot og Ólöf Maren Bjarnadóttir sjö.
Örugglega fá stelpurnar hlýjar móttökur þegar þær koma til Eyja í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst