Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í dag. Þar mætast ÍBV og Grótta. Leikið er í Eyjum. Um er að ræða leik úr 16. umferð en öll önnur lið hafa leikið 17 leiki. Eyjamenn eru í sjöunda sæti með 16 stig en Grótta er í tíunda sæti með 10 stig. Í fyrri leik þessara liða hafði Grótta betur 32-30. Leikurinn hesft klukkan 13.45.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst