Knattspyrnumaðurinn Birgir Ómar Hlynsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi út keppnistímabilið 2025. Hann kemur til liðsins frá Þór þar sem hann hefur leikið 89 leiki, langflesta í Lengjudeildinni. Í tilkynningu á heimasíðu ÍBV segir að Birgir sé 23 ára bakvörður sem er uppalinn hjá Þór og hefur leikið þar allan sinn feril, meðal annars á meðan Þorlákur Árnason var þjálfari þeirra.
„Birgir Ómar er gríðarlega hraður varnarmaður sem er einnig með mjög góða boltameðferð. Hann hefur spilað bæði miðvörð og bakvörð á sínum ferli en við hugsum hann fyrst og fremst sem bakvörð í okkar liði,“ er haft eftir Þorláki Árnasyni í tilkynningunni. Þá segir að knattspyrnuráð bjóði Birgi velkominn til Vestmannaeyja og hlakkar til samstarfsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst