Óhætt er að segja að karlalið ÍBV hafi ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum um helgina í Mosfellsbæ. Fyrst töpuðu strákarnir fyrir A-liði Aftureldingar í 1. deildinni með þrettán mörkum, 42:29. Niðurlægingin var svo algjör daginn eftir þegar ÍBV tapaði fyrir B-liði Aftureldingar í bikarkeppninni, lokatölur urðu 29:27 og er ÍBV því úr leik.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst