Lokaumferð Olísdeildar karla fer fram í kvöld og leikur ÍBV gegn Fram í Safamýrinni. Fyrir lokaumferðina er þrjú lið efst og jöfn af stigum, ÍBV, Selfoss og FH og eru það því innbyrðis viðureignir liðanna sem ráða því hvernig þau raðast. �?að er hins vegar ekki alveg rétt það sem áður hefur komið fram á Eyjafrettir.is og í blaði dagsins að úrslitin í leikjum FH og Selfoss skipti engu máli. ÍBV stendur þó best af vígi innbyrðis af þessum þremur liðum en þó naumlega. Ef við tökum engöngu þessi þrjú lið út fyrir sviga þá er staðan þeirra á milli svona. ÍBV með 6 stig og markatöluna +9, Selfoss er einnig með 6 stig en markatöluna +6 og loks er FH með ekkert stig og markatöluna -14.
�?etta þýðir það að ef allir þrír leikirnir fara eins í kvöld, það er öll þrjú liðin sigra, gera jafntefli eða tapa, verður ÍBV deildarmeistari. Eins ef ÍBV sigrar og Selfoss tapar gegn Víking skipta úrslit FH �?? Stjarnan engu máli. En ef hins vegar ÍBV og Selfoss sigra sína leiki, eða gera bæði jafntefli, og FH tapar enda ÍBV og Selfoss jöfn að stigum. �?á verða Selfyssingar deildarmeistarar þar sem þeir hafa betri markatölu á heildartöflunni ( og liðin eru jöfn innbyrðis ). En ef ÍBV sigrar hins vegar með átta mörkum meira en Selfoss sigrar Víking verða ÍBV engu að síður deildarmeistarar. En það verður þó að teljast langsótt leið. ÍBV þarf því að treysta á að FH sigri sinn leik og að sjálfsögðu sigra Fram til að verða deildarmeistarar. �?að er því æsispennandi handboltakvöld framundan. Leikirnir hefjast allir kl. 20.30.
�?ljóst með Róbert og Theodór
Stórskyttan Róbert Aron Hostert fór meiddur af velli í leik ÍBV og Stjörnunnar í síðusta leik en hann meiddist á öxl. Arnar Pétursson þjálfari karlaliðs ÍBV sagði í samtali við Eyjafréttir að staðan væri enn óljós. �??Vitum ekkert ennþá. Nema að hann er óbrotinn og þurfti ekki að fara á nein lyf. Hann fer í segulómun í Reykjavík í dag og þá kemur þetta allt saman vonandi í ljós,�?? sagði Arnar. Aðspurður um líðan Theodórs sagði Arnar að hann vera að koma til. �??Hann er ferskari og allur að koma til, en við tökum bara einn dag í einu.�?? �?að er því enn óljóst hvort Róbert Aron og Theodór verði með í kvöld.