Dregið var í Borgunarbikar kvenna í hádeginu en 16-liða úrslit eru næst á dagskrá.
ÍBV fékk útileik gegn KR en viðureignin var sú þriðja sem dregin var upp úr pottinum. KR hefur komið á óvart í deildinni en þær náðu í jafntefli gegn Val á Vodafone-vellinum í síðustu umferð.
Ekki er komið á hreint hvenær leikið verður en mun það koma í ljós síðar.