Íslandsmeistarar ÍBV eru komnir í undanúrslit Íslandsmóts karla í handbolta eftir öruggan sigur á Haukum á Ásvöllum í dag. Eyjamenn sigruðu því einvígið 2-0 og mæta aftur í Hafnarfjörðinn í undanúrslitum – þá gegn deildarmeisturum FH.
ÍBV var þremur mörkum yfir í leikhléi, 17:14, en eftir fimm mínútur í síðari hálfleik var munurinn orðinn sex mörk, 22:16. Lokatölur í Hafnarfirði í dag voru 37:31. Glæsileg frammistaða Eyjaliðsins sem fékk góðan stuðning á pöllunum.
Mörk ÍBV: Gauti Gunnarsson 11, Daniel Esteves Vieira 6, Nökkvi Snær Óðinsson 6, Elmar Erlingsson 5/3, Dagur Arnarsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Ísak Rafnsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 12.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst