ÍBV náði í tvö stig í Olísdeild karla í dag. Eini leikur dagsins var háður í Eyjum er heimamenn tóku á móti Gróttu. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en ÍBV leiddi í leikhléi, 17-15. Heimamenn héldu svo forystunni en náðu samt aldrei að hrista Gróttumenn almennilega af sér. Þó hélst forystan þetta 1-2 mörk og lokatölur urðu 31-29.
Dagur Arnarsson var markahæstur fyrir Eyjamenn með níu mörk, Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði sjö og Daniel Vieira gerði fimm mörk. Eyjamenn eru nú komnir með 18 stig, jafn mörg og Stjarnan í 6.-7. sæti eftir 17 umferðir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst