Kvennalið ÍBV mætir í kvöld úrvalsdeildarliði Fylkis í átta liða úrslitum VISA bikars kvenna. ÍBV spilar sem kunnugt er í 1. deild en hefur þó slegið út tvö úrvalsdeildarlið á leið sinn í átta liða úrslit, GRV og Aftureldingu/Fjölni. Fylkir er þó með betra lið en bæði þessi lið og verður því vafalaust um erfiðan leik að ræða hjá Eyjastúlkum. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Fylkisvellinum í Árbæ.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst