Sautjánda umferð Olísdeildar kvenna klárast í dag með tveimur viðureignum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍR á móti ÍBV. ÍR-ingar í fimmta sæti með 11 stig en ÍBV er í því næstneðsta með 7 stig.
Leiknar eru 21 umferð í deildinni og er ÍBV þremur stigum á eftir Stjörnunni og tveimur syigum á undan botnliði Gróttu. En liðið í næstneðsta sæti fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.
Leikurinn í dag verður í beinni á Sjónvarpi Símans. Hann hefst klukkan 13.00.
Leikir dagsins:
lau. 22. feb. 25 | 13:00 | 17 | Skógarsel | ÍR – ÍBV | ![]() |
– | ||
lau. 22. feb. 25 | 14:00 | 17 | Hertz höllin | Grótta – Fram | – |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst