ÍBV og ÍR mættust í Olísdeild karla í dag. Jafnræði var með liðunum framan af en ÍBV var yfir í hálfleik 17-16. Gestirnir náðu tveggja marka forystu þegar skammt var eftir en Eyjaliðið sýndi seiglu og náði að gera tvö síðustu mörk leiksins. Liðin skiptu því með sér stigunum í dag, en lokatölur voru 33-33.
Markahæstir hjá ÍBV voru þeir Sveinn José Rivera sem gerði 9 mörk, Gauti Gunnarsson skoraði 7 og Daniel Esteves Vieira gerði 6 mörk. Pavel Miskevich varði 12 skot í markinu. Eyjamenn áfram í sjötta sæti deildarinnar nú með 21 stig en ÍR fór upp fyrir Gróttu er með 11 stig í tíunda sæti en Grótta er í því ellefta með 10 stig.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst