Eyjakonur höfðu betur gegn Selfyssingum í Olís-deild kvenna í handknattleik í gær, 28:24.
Mbl.is greindi frá.
Sigurinn var mjög mikilvægur þar sem ÍBV sleit sig frá neðstu liðunum en Selfoss hefði dregið Eyjakonur í alvöru fallbaráttu með sigri. �?ess í stað munar sex stigum þeirra á milli og er ÍBV aðeins tveimur stigum frá Valskonum sem eru í 4. sæti á meðan Selfoss er enn í næstneðsta sæti.
Staðan í hálfleik var 14:12 Eyjakonum í vil og unnu þær því báða hálfleika með tveggja marka mun. Landsliðskonan Hrafnhildur Hanna �?rastardóttir var markahæst Selfyssinga með ellefu mörk en Karólína Bæhrenz var atkvæðamest Eyjakvenna með níu mörk.
Markaskorarar Selfoss: Hrafnhildur Hanna �?rastardóttir 11, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Dijana Radojevic 3, Adina Ghidoarca 3, Carmen Palamariu 2, Margrét Katrín Jónsdóttir 1.
Markaskorarar ÍBV: Karólína Bæhrenz 9, Sandra Erlingsdóttir 6, Greta Kavaliauskaité 5, Telma Amando 4, Kristrún �?sk Hlynsdóttir 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 1, Ester �?skarsdóttir 1.