ÍBV og Valur mættust í lokaleik tólftu umferðar Olísdeildar karla í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og Valsmenn voru að elta allan fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 18-17.
ÍBV jók forskot sitt í síðari hálfleik og fór svo þegar yfir lauk að Eyjaliðið hafði skorað 34 mörk gegn 28 mörkum gestanna. Hjá Val var Úlfar Páll Monsi Þórðarson í sérflokki. Hann skoraði 16 mörk. Markahæstir hjá ÍBV voru þeir Gauti Gunnarsson sem gerði 8 mörk og Daniel Esteves Vieira skoraði 7 mörk. Petar Jokanovic varði 10 skot í marki ÍBV.
ÍBV situr áfram í sjötta sæti deildarinnar, nú með 13 stig. Valsmenn eru í þriðja sæti með 16 stig. Næsti leikur ÍBV er gegn Stjörnunni á útivelli nk. fimmtudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst