Fram er spáð deildarmeistaratitli í handknattleik kvenna og ÍBV sigri í úrvalsdeild karla í árlegri spá, þjálfara, fyrirliða og forráðamanna Olís-deildar kvenna og karla sem kynnt var á kynningarfundi fyrir Íslandsmótið sem haldinn var í hádeginu en keppni hefst í úrvalsdeildum karla og kvenna á sunnudaginn.
Mbl.is greinir frá.
Reiknað er með að keppnin um deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna standi á milli Fram og Stjörnunnar og að auk þeirra fari ÍBV og Valur í fjögurra liða úrslitakeppnina. Nýliðum Fjölnis er spáð falli næsta vor.
Niðurstaða spár um röðin í Olís-deild kvenna:
1. Fram
2. Stjarnan
3. ÍBV
4. Valur
5. Haukar
6. Grótta
7. Selfoss
8. Fjölnir
Í Olís-deild karla er talið að ÍBV, Valur, FH og Afturelding verði í fjórum efstu sætunum en auk þeirra farið Hauka, Stjarnan, Selfoss og ÍR í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingi og Gróttu er spáð falli í 1.deild en tvö lið falla.
Niðurstaða spár um röðin í Olís-deild karla:
1. ÍBV
2. Valur
3. FH
4. Afturelding
5. Haukar
6. Stjarnan
7. Selfoss
8. ÍR
9. Fram
10.Fjölnir
11.Grótta
12.Víkingur