Leikur ÍBV og FH í átta liða úrslitunum er í dag mánudag klukkan 17:00.
ÍBV vann frábæran sigur í fyrsta leiknum í Kaplakrika þar sem liðið spilaði frábærlega og Björn Viðar fór hreinlega á kostum og var með hátt í 50% markvörslu í leiknum. Strákarnir okkar ætla ekki að gefa neitt eftir og eru staðráðnir í að klára einvígið og með sigri á heimavelli. Sigur í næsta leik tryggir ÍBV í undanúrslit en liðið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram. Mætum á okkar heimavöll og styðjum strákana okkar.
Áfram ÍBV alltaf, allsstaðar
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst