ÍBV tapaði í kvöld öðrum leik sínum í undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Haukum. Haukar eru því komnir í 2-0 í einvíginu og þurfa ekki nema einn sigur í síðustu þremur leikjunum til að fara í úrslitin.
ÍBV sneri leiknum sér í vil eftir um 35 mínútur þegar Hvítu Riddararnir duttu í gang. �?akið ætlaði af húsinu en hélst þó á út kvöldið. ÍBV var með þriggja marka forskot þegar fimm mínútur voru eftir sem Haukar tættu upp og jöfnuðu leikinn. ÍBV klikkaði á síðustu sókn sinni og því þurfti að grípa til framlengingar.
Í fyrri hálfleik fékk Kári Kristján Kristjánsson rautt spjald fyrir að mynda byssu með hendinni og beina í átt að Hákoni, eftir að þeim hafði báðum verið vísað af velli.
Í framlengingunni voru Haukar sterkari og höfðu þriggja marka forskot þegar 100 sekúndur voru eftir af leiknum, ÍBV náði á einhvern ótrúlegan hátt að jafna leikinn og framlengja þurfti aftur.
�?ar var sama uppi á teningnum þar sem Haukar komust þremur mörkum yfir en ÍBV náði að minnka niður í eitt mark og gátu sent leikinn í framlengingu í síðustu sókn leiksins. �?ar átti Einar Sverrisson skot sem markvörður Hauka sló yfir og þar við sat.
Grátlegt fyrir ÍBV að tapa leiknum en stemningin í húsinu var frábær í kvöld.
Theodór Sigurbjörnsson, Agnar Smári Jónsson og Einar Sverrisson áttu góðan leik í kvöld en Teddi skoraði 8 og þeir Einar og Agnar sjö hvor. Hákon Daði Styrmisson skoraði tólf mörk í kvöld og nýtti meðal annars ellefu af fyrstu ellefu skotum sínum.