ÍBV fór í heimsókn til botnliðs Aftureldingar í þegar 15.umferð Olís deildar kvenna hófst en fyrir leikinn var ÍBV í öðru sæti og unni þær öruggan sigur 22-39.
Afturelding réði illa við framliggjandi vörn ÍBV sem nýtu sér það og skoruðu fyrstu sex mörk leiksins og litu ekki til baka eftir það en staðan í hálfleik var 10-22 ÍBV í vil.
ÍBV hélt áfram uppteknum hæti í síðari hálfleik en eftir tíu mínútna leik var staðan 12-28. Afturelding náði aldrei að ógna liði ÍBV sem sigraði örugglega 22-39. Með sigrinum tyllti ÍBV sér á topp deildarinnar, allavega fram á morgun en Grótta sem er nú stigi á eftir ÍBV leikur á morgun og geta með sigri náð toppsætinu á nýjan leik.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Greta Kavaliuskaite 9, Vera Lopes 8, Telma Amado 4, Ester �?skarsdóttir 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Kristrún �?sk Hlynsdóttir 2,
Sandra Gísladóttir 2, Sirrý Rúnarsdóttir 2, Bergey Alexandersdóttir 1 og Ásta Björt Júlíusdóttir 1.