Kvennalið ÍBV heldur áfram að gera góða hluti á knattspyrnuvellinum en liðið hefur ekki tapað leik það sem af er sumars, hvorki í Íslandsmótinu né í bikarkeppninni. Liðið spilaði gegn Haukum í kvöld en ÍBV og Haukar eru klárlega sterkustu lið B-riðils ásamt FH. En Eyjastúlkur voru ekki í vandræðum með Hauka og unnu 4:0.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst