ÍBV fær framherja frá �?ganda
31. júlí, 2013
ÍBV hefur fengið til sín framherja að nafni Aziz Kemba, en hann kemur frá Úganda. Það þarf engum að koma á óvart að umræddur Kemba er framherji, en Eyjamenn hafa verið að leita að slíkum. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, sagði við 433.is að Abel Dhaira, fyrrum markvörður liðsins, þekkti kauða og hefði mælt með honum. ÍBV mun leggja traust sitt á orð Abel, því Aziz Kemba hefur enn ekki æft með liðinu og kemur ekki strax. Hann mun því ekki spila sinn fyrsta leik fyrir ÍBV gegn FH á Þjóðhátíð í Eyjum á laugardag.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst