Knattspyrnulið ÍBV og KFS mættust tvívegis í gær í Íslandsmótinu í Futsal en leikirnir fóru fram í gamla sal íþróttamiðstöðvarinnar. Liðin leika saman í A-riðli ásamt Íslandsmeisturum úr Hvöt. Bæði lið höfðu tvívegis leikið gegn Hvöt, ÍBV vann báða leikina örugglega en KFS vann einn og tapaði hinum. Því var um að ræða úrslitaleiki um að komast í úrslit Íslandsmótsins.