Í hádeginu í dag var dregið í 32ja liða úrslitum Valitor bikarkeppninnar í karlaknattspyrnu. Eyjamenn áttu tvö lið í pottinum, ÍBV og KFS en KFS hafði unnið bæði Árborg og Álftanes í fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Bæði lið fengu útileiki, ÍBV sækir utandeildarlið Kjalnesinga heim en KFS mætir Létti á útivelli en liðin leika í sama riðli í 3. deild Íslandsmótsins.