ÍBV hefur samið til tveggja ára við framherjann Jón Gísla Ström en skrifað var undir samning við leikmanninn í dag. Jón Gísli er 19 ára gamall og hefur leikið í gegnum alla yngri flokka ÍR. Jón Gísli kom fyrst við sögu með meistaraflokki ÍR sumarið 2010 og hefur síðan þá leikið 56 leiki fyrir félagið og skorað 7 mörk.