Leikur kattarins að músinni, ÍBV og Fjölnis í 10. umferð 1. deildar karla fór fram í gærkvöldi í Grafarvogi. Í hálfleik hafði ÍBV nánast gert út um leikinn, þá var saðan 23-7. Og þegar flautað var til leiksloka hafði ÍBV skorað 40 mörk en Fjölnir 18 mörk. Andri Heimir og Nemanja Malovic voru markhæstir með 8 mörk hvor.