Ingi vill aftur í stjórn KSÍ
13. febrúar, 2024
DSC_3960_ingi_sig
Ingi Sigurðsson. Eyjar.net/ÓPF

78. ársþing KSÍ verður haldið í Reykjavík þann 24. febrúar nk. Framboðsfrestur til stjórnar KSÍ rann út þann 10. febrúar síðastliðinn.

Á vef KSÍ kemur fram að þrjú framboð hafi borist til formanns KSÍ. Þá hafa sjö einstaklingar boðið sig fram til stjórnar og keppast þar um fjögur sæti. Meðal frambjóðenda til stjórnar er Eyjamaðurinn Ingi Sigurðsson, en Ingi sat í stjórn sambandsins árin 2018-2022.

Frambjóðendur til formanns KSÍ eru: Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson.

Frambjóðendur til stjórnar KSÍ eru: Ingi Sigurðsson, Pálmi Haraldsson, Pétur Marteinsson, Sigfús Ásgeir Kárason, Sigurður Örn Jónsson, Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst