Ingigerður vaktar 2,5 tonn af jólasíld og heitir góðum árgangi 2021
31. október, 2021

Jólahátíð er skammt handan hornsins og henni fylgir ómissandi jólasíld Vinnslustöðvarinnar. Þar á bæ er síldaraðventan þegar gengin í garð, næst kemur jólafastan og loks sjálf jólin.

Mikil spenna ríkir hjá núverandi og fyrrverandi starfsfólki og meðal velunnara Vinnslustöðvarinnar yfirleitt vegna hinnar ómissandi síldar. Snemma í desember hefst svo niðurtalning. Þegar jólasíldarvinir fá föturnar sínar afhentar er ljóminn á andlitsbjórnum þeirra jafnvel skærari en á börnum með jólapakka í fanginu á aðfangadagskvöldi jóla.

Vinnslustöðin er vinmargt fyrirtæki á öllum árstímum en vildarvinahópurinn er aldrei fjölmennari en um þessar mundir þegar vonglaðir sjá fyrir sér síldarfötur í hillingum.

Spurn eftir jólasíld VSV eykst stöðugt ár frá ári og framleiðslan 2021 slær öll fyrri met. Í fyrra var síld í sjö körum í frumvinnslu en í ár eru körin átta talsins og nær hálfu kari betur, alls 2,5 tonn af bitum!

Síldin liggur í edikspækli fyrstu vikurnar og framleiðsluhópurinn undir dyggri forystu Ingigerðar Helgadóttur, flokksstjóra í uppsjávarvinnslunni, sér um að hræra í körunum á nóttu sem degi, allt að fjórum sinnum á sólarhring. Eini friðurinn sem síldarbitarnir fengu var um árshátíðarhelgina síðla í október. Þá höfðu starfsmenn  nóg með að skemmta sér og ná sér aftur á strik áður en þeir tóku til við að hræra á nýjan leik.

Komið er að að kaflaskiptum í verkunarferlinu, segir Ingigerður jólasíldarverkstjóri:

„Nú blasir við að vigta síldina í fötur með sykurlegi, kryddblöndu, lárviðarlaufi og lauk. Meira færðu ekki að vita enda hvílir leynd yfir uppskriftinni.

Þetta er mikil vinna en jólasíldinni fylgir alltaf stemning. Í fyrra skárum við niður 720 kg af lauk og enn meiri laukskurður bíður okkar í ár.

Við settum síld í um 1.300 fötur í fyrra og sá lager tæmdist fyrir jólin. Þess vegna verða fleiri fötur í ár og fleiri kátir síldarvinir fá væntanlega glaðning í desember.

Framleiðsla jólasíldar var til gamans gerð í upphafi en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Nú er þetta löngu hætt að vera grín heldur er vandað mjög til verka að öllu leyti eins og í öðru sem við gerum. Ég get lofað því að árgangurinn 2021 verður góður!“

Sagnfræðirannsóknir leiddu í ljós í fyrra að jólasíld VSV á sér samfellda sögu aftur til jólaföstunnar árið 1998. Þorbergur Aðalsteinsson, þáverandi markaðsstjóri Vinnslustöðvarinnar, átti hugmyndina og hrinti henni í framkvæmd.

Kolbrún Óladóttir þáverandi flokksstjóri í saltfisk- og síldarvinnslu, stjórnaði fyrstu jólasíldarframleiðslunni og eftir það í mörg ár.

Ingigerður Helgadóttir tók síðan við veldissprotanum og hefur stýrt verkefninu undanfarin ár.

Ingigerður hrærði vel í síldinni á föstudagskvöldið fyrir árshátíð VSV og staðfesti að allt væri með felldu í framleiðsluferlinu.
myndin er tekin í fyrra í tilefni af því að jólasíldin ’20 var komin í dósir.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst