Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun gefast tækifæri til þess að “frumflytja” Þjóðhátíðarlagið sitt í Herjólfsdal þetta árið. Þetta kom fram í tilkynningu til Eyjafrétta.
Venju samkvæmt verður Ingó þannig einn af listamönnum hátíðarinnar nú og líkt og undanfarin ár stýrir hann hinum geysivinsæla brekkusöng á sunnudagskvöldinu sem Árni Johnsen gerði ódauðlegan. En Ingó hefur haldið stemningu meðal Þjóðhátíðargesta síðan 2013.
Í ár gefst honum þó tækifæri til þess að flytja í fyrsta sinn í Herjólfsdal Þjóðhátíðarlagið sitt “Takk fyrir mig”, sem átti að vera lag hátíðarinnar 2020. En hátíðin var ekki haldin í fyrra sökum samgöngutakmarkana í kjölfar heimsfaraldursins Covid-19. Ingó verður þannig hluti af kvölddagskrá laugardagsins. Þjóðhátíðarlagið 2021 verður þó vafalaust frumflutt á sínum sínum hefðbundna tíma í föstudagsdagskránni kl. 20:30. Lagið í ár ber titilinn “Göngum í takt” og er höfundur þess Hreimur Örn Heimisson sem samið hefur nokkur lög hátíðarinnar.
Ólíkt undanförnum árum verður brekkusöngur Ingó ekki í beinni og opinni dagskrá á Bylgjunni, Stöð 2 og Vísi eins og áður. Þess í stað verður hægt að kaupa sér aðgang í gegnum myndlykla Vodafone og Símans. Sena Live mun stýra viðburðinum. Er þetta þetta sambærilegt mörgum þeim fjarviðburðum og heimatónleikum sem þjóðin kynntist á síðasta ári vegna faraldursins.
Þjóðhátíðarlagið 2020
Þjóðhátíðarlagið 2021
Í tilkynningu segir að forsalan á Þjóðhátíð í Eyjum gengur gríðarlega vel og nú hefur Þjóðhátíðarnefnd brugðist við gríðarlegri eftirspurn með því að setja ferðir með Gamla Herjólfi í sölu.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst