Myndbandið sem hér fylgir tók Halldór Benedikt í einni af sínum mörgum ferðum vítt og breitt um Heimaey, þar sem náttúran er í aðalhlutverki. Að þessu sinni fór hann suður á Eyju eins og sagt er. �?eir sem þar bjuggu og búa eru kallaðir ofanbyggjarar. Í gömlum heimildum er talað um Ofanbyggjaragirðingu, sem aðskildi svæðið og var forn girðing kringum tún Ofanleitisbæja, Ofanleitis, Norðurgarðs, Svaðskots, Gvendarhúsa, Draumbæjar, Brekkuhúsa, �?orlaugagerðis og Steinsstaða. Ofanleiti var kirkjujörð og þar bjó sóknarpresturinn. �?að hús var rifið þegar flugvöllurinn var lengdur. �?að stóð norðan við vesturenda flugvallarins. Í Reisubók séra �?lafs Egilssonar segir að áður en Landakirkja var byggð hafi verið messað í þeim tveimur smákirkjum í Eyjum, sem fyrir voru í Kirkjubæ og Ofanleiti og að 1606 var tíundinni breytt þannig að Landakirkja fékk skipsfiskinn og fátækrafiskinn frá Ofanleitskirkju. �?arna verður að gera ráð fyrir að mannbein liggi í jörðu. Matthías �?órðarson þjóðminjavörður lét friðlýsa gamla kirkjugarðinn að Ofanleiti árið 1931.