ÍBV tekur á móti írska liðinu St. Patrick’s Athletic á Vodafone vellinum í dag klukkan 18:00 en þetta er fyrri leikur liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. ÍBV þarf að leika heimaleik sinn á heimavelli Valsmanna þar sem stúkan við Hásteinsvöll uppyfyllir ekki kröfur UEFA, né reyndar KSÍ ef út í það er farið. Síðari leikur liðanna fer svo fram á Írlandi viku síðar eða fimmtudaginn 7. júlí.