„Það er frábært fyrir sveitarfélag eins og Vestmannaeyjar að fá þetta inn í flóruna hjá okkur. Eitthvað sem við erum góð í, sem er allt sem snýr að fiski. Af þeirri stærðargráðu sem við fyrir einhverjum árum hefðum ekki látið okkur detta í hug að væri hægt hér í Eyjum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri þegar hún ávarpaði gesti austur í Viðlagafjöru þar sem laxeldisstöð ILFS rís senn.
Ávarpaði hún frumkvöðlana sérstaklega. „Ég veit að þið berið hag okkar fyrir brjósti og það höfum við fundið í öllu okkar samstarfi,“ sagði Íris sem var sérstaklega þakkað af forráðamönnum ILFS fyrir hennar framlag og bæjarstjórnar til að laxeldið yrði að veruleika.
Mynd: Rut, Sigurlaug, Kristjana og Íris voru viðstaddar þegar Sigurjón tók fyrstu skóflustunguna að nýrri laxeldisstöð í Viðlagafjöru í gær.