Í úttekt Frjálsrar verslunar sem kom út í vikunni, er birtur listi yfir stærstu fyrirtæki landsins og hæstu meðallaun sem þau greiddu á árinu 2010. Þar kemur fram að Ísfélag Vestmannaeyja er í þriðja sæti yfir stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins með veltu uppá 15.5 milljarða króna. Ársverk í fyrirtækinu eru 270 talsins, meðallaunin eru 8.8 milljónir króna. Og Ísfélagið hagnaðist um 2.251 milljónir króna..