Í dag, fimmtudaginn 26. maí kl. 17:00 til 18:00 verður Íslandsbanki með fræðslufund í Akógessalnum við Hilmisgötu þar sem umfjöllunarefnið er, að hætta að vinna og halda sömu launum.
Tekjur flestra lækka umtalsvert við starfslok. Lífeyrir og greiðslur Tryggingastofnunar tryggja flestum um eða undir helming launa undir lok starfsævinnar en útgjöldin lækka ekki að sama skapi. Á fundinum verður tekjusamsetning við starfslok skoðuð og hvað er hægt að gera á fimmtugs- og sextugsaldri til að auka tekjurnar til muna.
Erindi flytur Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Fundurinn er er öllum opinn en vakin er athygli á því að sætaframboð er takmarkað. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Sjá nánar á islandsbanki.is