Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia einstaklingskeppni fer fram í Vestmannaeyjum um helgina. Umsjónaraðili er íþróttafélagið Ægir í Vestmannaeyjum. Sú hefð hefur skapast að halda þessi Íslandsmót í bæjarfélögum úti á landi þar sem sem aðildarfélög ÍF starfa. Markmið er að kynna starfsemi aðildarfélaga ÍF sem hafa mjög mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna. Á þessi mót koma árlega um tvö til þrjú hundruð keppendur auk aðstoðarfólks.