Íslendingar og Kínverjar eru jafningjar samkvæmt stefnu okkar
25. júní, 2017
Kínverski sendiherrann á Íslandi var hér á ferðinni með rúmlega 60 kollegum sínum víðsvegar að úr heiminum sem voru hér í heimsókn. Hann var strax tilbúinn í viðtal og hélt að þó blaðamaður væri ekki vanur að dansa eftir prótókolreglum yrði þetta viðtal varla til þess að varpa skugga á gott samband Kína og Ísland sem tóku upp stjórnmálasamband árið 1971 og gerðu með sér fríverslunarsamning árið 2014.
�??Ísland er annað landið mitt sem sendiherra,�?? segir þessi viðkunnalegi maður, Zhang Weidong, þegar hann var beðinn um að segja frá sjálfum sér. �??Á undan var ég sendiherra í Míkrónesíu, sambandi eyja í Kyrrahafinu,�?? bætti hann við og segir að vissulega sé mikill munur á þessum tveimur löndum, Íslandi og Kyrrahafseyjum. Og á það ekki síst við um veðrið.
Zhang Weidong er búinn að vera tvö og hálft ár á Íslandi og kann vel við sig. �??Landið er fallegt og ég sá strax að Ísland er mjög frábrugðið öðum löndum, landslagið annað og það sama á við Íslendinga með sína sögu og menningu, sérstakir en á allan hátt mjög indælir. �?egar ég kom í fyrsta skipti til landsins tók siðameistari utanríkisráðuneytisins á móti mér í Keflavík. Við spjölluðum mikið á leiðinni um veðrið og lífið hér á Íslandi. �?etta var í september, myrkur og dálítil rigning. �?arna fékk ég fyrstu tilfinningu fyrir landinu, landslagi, veðrinu og fólkinu sem hér býr. �?að var mjög dimmt en samt náði ég að sjá talsvert á leiðinni frá flugvellinum að sendiráðinu okkar í miðborg Reykjavíkur.
Stjórnmálasamband 1971
Zhang Weidong leggur áherslu á góð samskipti þjóðanna sem byggja á stjórnmálasambandi sem tekið var upp árið 1971. �??Á síðasta ári fögnuðum við 45 ára afmæli þessara samskipta. Fljótlega sendi Kína sendiherra til Íslands og til að byrja með var sendiráðið okkar í leiguhúsnæði, á annarri hæð í stóru húsi. �?ar hófst starfsemin en í dag erum við í eigin húsi sem sýnir að samskipti þjóðanna hafa vaxið og dafnað með árunum. Og verkefnin eru mörg.�??
Ekki hafði blaðamaður reiknað út hvað mörgum sinnum Kínverjar eru fleiri en Íslendingar en þeir eru 1,4 milljarðar á meðan við teljum 340 þúsund eða þar um bil. Zhang segir að þessi mikli munur eigi ekki að hafa nokkur áhrif á samstarf þjóðanna eða samskipti. �??Íslendingar og Kínverjar eru jafningjar samkvæmt stefnu okkar og sama á við um öll önnur lönd, stór og smá. Við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum sem byggja á jafnræði allra þjóða.�??
Vaxandi viðskipti
Árið sem Chang Weidong kom til Íslands, 2014 var fyrsta árið eftir að fríverslunarsamningur þjóðanna tók gildi og segir hann að samningurinn hafi þegar sannað gildi sitt. �??�?að var 1. júní 2014 og á þeim tíma sem liðinn er hafa viðskipti þjóðanna vaxið hratt og báðum til hagsbóta. Við kaupum fisk sem þið framleiðið og ég hef séð að hér í Vestmannaeyjum skiptir sjávarútvegur miklu máli.�??
Sendiherrann bendir líka á að menningarsamskipti þjóðanna hafa verið mikil. Nefndi hann í því sambandi hóp nútímadansara sem heimsóttu Kína nýlega og náðu góðum árangri í alþjóðlegri danskeppni sem þar fór fram. �??Árið 1985, vann ykkar kona, Hófý, í keppninni Miss World sem fór fram í Kína. �?g man eftir þessu vegna þess á þessum árum vann ég í Guandong og í menningargarði þar voru uppi myndir af alheimsdrottningunni sem kom frá Íslandi.
Í dag eigið þið þrjár eða fjórar konur sem hafa náð þessum árangri og tvær þeirra, Hófý og Unnur Birna voru krýndar í Kína, með 20 ára millibili, 1985 og 2005,�?? segir sendiherrann og brosir og nefndi þetta sem dæmi um virkt menningarsamband þjóðanna.
Borgin Xiamen í Fujian fylki í Kína hefur mjög náin menningartengsl við Djúpavog þar sem árlega er haldin listaverkasýning þar sem íslenskir, kínverskir og listamenn frá fleiri löndum koma saman.
Kannast við hugmyndir um hvalagarð
Ekki er sendiherra alveg ókunnur hugmyndum um að koma hér upp sjávardýragarði sem breska fyrirtækið Merlin vinnur að í samstarfi við Vestmannaeyinga. Merlin, sem er breskt fyrirtæki er næst á eftir Disney í rekstri skemmtigarða í heiminum. �?tlunin er að byggja yfir þá á landi og að þeir verði innan dyra á veturna og í Klettsvík á sumrin. Er ætlunin að flytja hingað þrjá mjaldra frá Shanghai í Kína til Eyja og að þeir verði hér.
�??�?g hef heyrt af þessu. �?etta er samstarf kínversks og ensks fyrirtækis og ætlunin er að koma upp einskonar sædýrasafni. �?g vona að farið verði í einu og öllu að lögum því Kína er aðili að alþjóðasamningi um verndun hvala. Verði svo vona ég að allar áætlanir gangi eftir. Sem sendiherra mun ég hjálpa til eins og ég get ef þess gerist þörf. Garðurinn í Shanghai hefur laðað að sér marga ferðamenn því það eru ekki síst börn sem vilja kynnast sjónum og lífinu þar. Ef þarf er ég tilbúinn að leggja þessu lið.�??
Ánægður með heimsóknina
Koman til Vestmannaeyja á sunnudaginn er fyrsta heimsókn sendiherrahjónanna til Eyja þar sem þau nutu góðs matar og skemmtunar, fóru í skoðunarferð um Heimaey og í siglingu. �?egar sendiherra var spurður um þessi fyrstu kynni sagðist hann vilja nefna þrjú atriði.
�??Í fyrsta lagi hvað hér er fallegt. �?að sáum við ekki síst í siglingu sem við fórum í. Í öðru lagi er allt mjög hreint hérna, göturnar vel hreinsaðar og bærinn vel skipulagður. Í þriðja lagi er það ekki síst sagan sem hér er við hvert fótmál sem heillar. Henni fengum við að kynnast þegar við heimsóttum söfnin þar sem okkur var sagt að saga Vestmannaeyja nái aftur fyrir 874 sem er árið sem landnám á að hafa byrjað á Íslandi. �?essu er haldið fram í bókum um landnámið sem ég hef lesið en svo kemur maður á söfn í Vestmannaeyjum og leiðsögumaðurinn segir að þetta sé ekki rétt.
Risið upp úr öskunni
�?að er svo ekki síst sagan síðustu áratugi, eftir gosið hér 1973 sem fær mann til að staldra við. Eyjan stækkaði um einn fjórða þannig að nú hafið þið meira land. �?að er svo baráttuandinn sem skín í gegnum söguna, barátta íbúanna gegn náttúruöflunum sem er svo heillandi. �?að er með ykkur eins og fuglinn Fönix, þið risuð upp úr öskunni og það er mjög áhrifamikið að fá að sjá þessa baráttu nokkurra þúsunda og hafa sigur.
�?ið stóðuð saman í að hreinsa bæinn og byggja hann upp að nýju, fallegan bæ og nútímalegan sem heillar ferðamenn. �?að er svo sannarlega hægt að óska ykkur til hamingju með þennan frábæra árangur. Við Kínverjar viljum eiga gott samstarf við ykkur og alla Íslendinga og kaupa sem mest af ykkar góða fiski,�?? sagði sendiherrann að endingu.
Tengsl Kína og Vestmannaeyja ná langt aftur
�??�?tli �?lafur �?lafsson kristniboði hafi ekki orðið fyrstur manna til þess að kynna Vestmannaeyingum Kína, en hann kom í ófáar heimsóknir til Kína um miðja síðustu öld og flutti erindi og sýndi myndir í KFUM,�?? segir Arnór Helgason, Eyjamaður og Vináttusendiherra Kínverja á Íslandi. Hann og Gísli og Páll bræður hans eru miklir áhugamenn um Kína og hafa komið þangað nokkrum sinnum.
�??�?egar gaus í Vestmannaeyjum urðu Kínverjar fyrstir erlendra þjóða utan Norðurlanda til þess að rétta Íslendingum hjálparhönd, en 7 milljónir króna voru afhentar f.h. kínverska Rauða krossins. Var það veruleg upphæð á þeim tíma.�??
Vestmannaeyingum gafst tækifæri til að þakka fyrir þessa höfðinglegu gjöf þegar þeir Arnþór og Páll bróðir hans fóru til Kína árið 1975 í boði Kínversku vináttusamtakanna. �?á heimsóttu þeir Rauða krossinn og færðu þeim gjöf frá bæjarstjórn Vestmannaeyja.
�?á flutti Arnþór stutt ávarp í kínverska alþjóðaútvarpið og þakkaði fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Fyrsti ferðamannahópurinn, sem skipulagður var til Kína, kom þangað 9. september 1977. �?ar af var helmingur frá Vestmannaeyjum. Hópurinn var einna fyrstur erlendra hópa til þess að heimsækja grafhýsi Maós, en hópurinn kom þangað 9. september á dánardægri hans.�??
�?á má geta þess að Páll, sem var lengi með útsýnisferðir í Eyjum, lét prenta nafn Vestmannaeyja bæði á kínversku og íslensku til þess að minnast rausnar þeirra.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.