Undanfarin misseri hefur Matís, í samstarfi við helstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins, staðið að viðamiklum rannsóknum á makríl. �?etta rannsóknasamstarf hefur snúist um umfangsmiklar rannsóknir á eðlis- og efniseiginleikum makrílsins sem hafa m.a. náð til veiða, árstíma, meðhöndlunar, vinnslu, frystitækni, geymslu og flutninga.
�?ar var lögð áhersla á að rannsaka makrílinn jafnt og þétt yfir veiðiárið, sér í lagi þegar hann er hvað viðkvæmastur. Niðurstöður þessara rannsókna hafa skilað sér í auknum verðmætum og nýtingu makrílafurða. Eins hafa áhrif mismunandi hráefnisgæða á fullunnar vörur, s.s niðursoðinn og heitreyktan makríl, verið rannsökuð.
Niðurstöður makrílrannsókna Íslendinga hafa skapað talsvert umtal, en nú á vormánuðum hafa verið gefnar út þrjár vísindagreinar hjá virtum erlendum fagtímaritum (International Journal of Food Science and Technology, Journal of Food Composition and Analysis, LWT – Food Science and Technology).
Nýlega lauk þremur stórum samstarfsrannsóknaverkefnum og hefur gífurleg þekking og færni skapast á þessum misserum, að því er segir í frétt frá Matís. Ekkert lát er þó á makrílrannsóknum, en í farvatninu eru ný verkefni og nýjar áskoranir sem unnið verður markvisst að næstu misseri.
�?átttakendur í verkefnunum voru Síldarvinnslan, HB Grandi, Ísfélagið í Vestmannaeyjum, Skinney �?inganes, Samherji og önnur fyrirtæki sem komu að þessari vinnu voru Brim, HG Hnífsdal, Eskja, VSV, IceThor, Skaginn, Frost og IceCan. �?átttakendur verkefnisins kunna AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi bestu þakkir fyrir stuðninginn við þessar makrílrannsóknir.